Sveinki var góður við Alexander í morgun og gaf honum fullt af dóti til að "perla" með. Allskonar dýr og þess háttar. Alexander er rosalega ánægður en finnst svolítið skrítið að þetta sé sama merki og perludótið sem hann á nú þegar. Eru að renna nokkrar grímur á drenginn? Dísa fékk skartgripa"kit" þar sem hún getur búið til hálsfestar og þess háttar. Mikið væri nú gaman ef svona væri til fyrir fullorðnar konur. Ég gæti vel hugsað mér að gefa Sólrúnu svona skartgripa "kit" t.d. 20 metra af gullkeðjum og svo slatta af perlum og eðalsteina. Þyrfti ekki að kosta svo mikið.
Nú eru jólin bara handan við hornið og ég hlakka alveg rosalega til. Ég verð í ægilega löngu fríi og það er kærkomið. Dísa saknar nú pabba svolítið og finnst pabbi vinna allt of mikið.
Einn vinnufélagi minn, Heimir Barðason, var ásamt félögum sínum að gefa út hljómplötu fyrir Vélhjólaklúbbinn. Bandið heitir Stimpilhringirnir og ég er búinn að hlusta á plötuna sem heitir að "Í botni" og ég er frá mér numinn af gleði. Hrein og tær rokkgleði. Ég mæli eindregið með þessum diski og sérstaklega lagið Blind og Beygja.
Allar jólagjafir eru hér um bil komnar með jólapappír utan um sig. Við (þ.e. Sólrún) eigum bara eftir að pakka inn handa Alexander og þá er hægt þruma þessu undir tréð. Talandi um tré. Ég fór ásamt Dísu og Alexander upp í Brynjudal inn af Hvalfirði og náði í eitt myndarlegt 2ja metra rauðgreni. Ótrúlega gaman. Við höfum gert þetta seinustu þrjú árin og alltaf jafn gaman.
Sjáumst síðar.
Nú eru jólin bara handan við hornið og ég hlakka alveg rosalega til. Ég verð í ægilega löngu fríi og það er kærkomið. Dísa saknar nú pabba svolítið og finnst pabbi vinna allt of mikið.
Einn vinnufélagi minn, Heimir Barðason, var ásamt félögum sínum að gefa út hljómplötu fyrir Vélhjólaklúbbinn. Bandið heitir Stimpilhringirnir og ég er búinn að hlusta á plötuna sem heitir að "Í botni" og ég er frá mér numinn af gleði. Hrein og tær rokkgleði. Ég mæli eindregið með þessum diski og sérstaklega lagið Blind og Beygja.
Allar jólagjafir eru hér um bil komnar með jólapappír utan um sig. Við (þ.e. Sólrún) eigum bara eftir að pakka inn handa Alexander og þá er hægt þruma þessu undir tréð. Talandi um tré. Ég fór ásamt Dísu og Alexander upp í Brynjudal inn af Hvalfirði og náði í eitt myndarlegt 2ja metra rauðgreni. Ótrúlega gaman. Við höfum gert þetta seinustu þrjú árin og alltaf jafn gaman.
Sjáumst síðar.
Ummæli